Skilmálar
Við hjá Blómabúð Akureyrar leggjum ríka áherslu á góða þjónustu og ánægju viðskiptavina. Til þess höfum við að leiðarljósi lög um réttindi, persónuvernd og rafræn viðskipti, sem eru til þess fallin að tryggja rétt neytenda, sem og seljanda (lög nr.77/2000, nr.30/2002 og nr.48/2003).
Skilmálann samþykkir kaupandi með staðfestingu á kaupum.
1. Almennt
Blómabúð Akureyrar áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
2. Sending og kostnaður
Hægt er að sækja vörurnar í verslun okkar í Kaupang/Mýrarveg á Akureyri. Ef það er ekki gert eru þær sendar í pósti með tilheyrandi sendingarkostnaði sem greiðist af kaupanda við afhendingu vöru.
Allar vörur eru sendar innan 2ja virkra daga frá kaupum. Þó getur komið fyrir að vörur séu tímabundið uppseldar og munum við þá strax hafa samband í síma eða með tölvupósti. Vörur sem eru uppseldar í lengri tíma eru annaðhvort merktar sem uppseldar eða fjarlægðar úr vefverslun.
Allar sendingar eru sendar með Póstinum, og gildir gjaldskrá, sem og afhendingar- og flutningsskilmálar Póstsins um allar sendingar. Blómabúð Akureyrar ber enga ábyrgð á tjóni eða töfum í sendingu. Í undantekningartilfellum er hægt að biðja um að sendingar fari á vöruflutningamiðstöðvar staðsettar á Akureyri.
3. Ókeypis heimsending
Ef versluð upphæð fer yfir 10.000 kr. og heimilisfang viðtakanda er á Íslandi er heimsending ókeypis með Íslandspósti. Gildir fyrir allar vörur. (Gildir eingöngu ef pantað er á blomak.is)
4. Greiðsla
Greiðsla á vöru fer fram með kreditkorti gegnum öruggt greiðslukerfi Valitor ehf. eða millifærslu inn á reikning Blómabúð Akureyrar.
5. Verð
Verð netverslunar Blómabúð Akureyrar getur breyst án fyrirvara.
6. Vöruskil
Vöru má skila innan 14 daga, með framvísun kvittunar, gegn inneignarnótu, frestur þessi byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda.
Allir fylgihlutir þurfa að fylgja með vöru þegar vöru er skilað. Skilavara skal vera söluhæf, ónotuð og í upprunalegum umbúðum. Kaupandi greiðir sendingarkostnað fyrir vörur sem á að skila og fæst hann ekki endurgreiddur.
7. Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhendar þriðja undir neinum kringumstæðum.
8. Ábyrgð
Mismunandi framleiðendur bjóða mismunandi ábyrgð, en ábyrgðarskilmálar eru að öðru leyti samkvæmt neytendalögum.
Þegar búnaður er keyptur í atvinnuskyni af lögaðila er ábyrgðartími 1 ár.
Endurvinnsla á raftækjum og rafhlöðum
Þú mátt skila rafhlöðum til okkar eða á móttökustöðvar sveitarfélaga þér að kostnaðarlausu. Raftæki geta innihaldið spilliefni , til að mynda rafhlöður og önnur efni og því er mikilvægt að þeim sé alls ekki fargað með almennu heimilissorpi heldur farið með í sérstaka raftækjagáma á söfnunarstöðvum sveitarfélaganna. Rafhlöður eru spilliefni og mega ekki fara í almennt sorp.
Blómabúð Akureyrar ehf.
Mýrarvegur/Kaupangur
600 Akureyri
Sími:4622900
Kt. 710103-2830
VSK númer: 77973